Skip to main content

Tónlist Norður- og Suður-Ameríku á háskólatónleikum

14. Mar 2017

Á háskólatónleikum miðvikudaginn 15. mars, sem fram fara í Hátíðasal Háskólans kl. 12.30, flytur Duo Ultima tónlist frá Norður- og Suður-Ameríku, verk eftir Robert Muczynski, Gunther Schuller og Astor Piazzolla. Duo Ultima skipa Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari.

Félagarnir í Duo Ultima hafa starfað saman í rúm 13 ár. Samstarfið hófst þegar Guido Bäumer æfði konsert til að leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og ók frá Dalvík til Húsavíkur á æfingarnar með Aladár Rácz. Upp úr því tók við tónleikahald með frönskum verkum (Debussy, Schmitt o.fl.) og síðan tók hver áskorun við af annarri. Þegar þeir voru báðir fluttir á höfuðborgarsvæðið tók samstarfið á sig nýja víddir.

Duo Ultima hefur tekið upp þrjá geisladiska í samvinnu við upptökufyrirtækið Fermötu og eru diskarnir komnir út á vegum alþjóðlega útgáfuyrirtækisins Odradek Records. Titill fyrsta disksins er Flashback, evrópsk tónlist fyrir saxófón og píanó. Annar diskurinn, French Connection, tvöfaldur diskur, er með verkum sem tengjast frönskum impressjónisma eða Frakklandi á einn eða annan hátt. 

Duo Ultima fékk listamannalaun síðasta haust til tónleikahalds erlendis. Haldnir voru tónleikar í fimm löndum við góðar undirtektir.

Tónlistamennirnir Guido Bäumer og Aladár Rácz

Guido Bäumer er frá Norður-Þýskalandi en hefur verið búsettur í Hafnarfirði í 10 ár. Hann nam tónlist í Bremen og lauk þar kennaraprófum á saxófón og þverflautu. Hann var í framhalds-námi við Tónlistarháskólann í Basel þar sem hann lauk einleikaraprófi með hæstu einkunn og við Bowling Green State University í Ohio. 

Á Íslandi hefur Guido m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og haldið spunatónleika með tölvubreyttum hljóðum. Þá hefur Guido frumflutt verk eftir íslensk tónskáld. Hann er einnig félagi í Íslenska saxófónkvartettinum. Guido kennir við skólahljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu, við Tónlistarskólann í Kópavogi og er einnig stundakennari við Listaháskólann. 

Aladár Rácz fæddist í Rúmeníu. Hann stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víða um heim, leikið inn á geisladiska og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í alþjóðakeppnum. Á árunum 1999-2013 kenndi Aladár við Tónlistarskóla Húsavíkur og lék með ýmsum kórum og söngvurum norðan lands og austan. Hann var einnig um tíma meðleikari framhaldsnemenda við Tónlistarskólann á Akureyri. 

Aladár hefur haldið nokkra einleikstónleika í Salnum í Kópavogi og hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í píanókonserti nr. 1 eftir Beethoven og í píanókonserti nr. 1 

Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikar