Skip to main content
3. júlí 2015

Þrettán fengu framgang í starfi á Félagsvísindasviði

Þrettán akademískir starfsmenn á Félagsvísindasviði fengu framgang í starfi í þann 1. júlí að undangengnu ítarlegu faglegu mati.

Akademískir starfsmenn háskólans geta samkvæmt reglum skólans sótt um framgang í starfi og er það í höndum sérstakrar framgangsnefndar, sem skipuð er aðstoðarrektor vísinda og kennslu og fulltrúum allra fræðasviða, að leggja mat á umsóknirnar að fengnu áliti dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra.

Þetta er í þriðja sinn sem framgangur er veittur á grundvelli nýrra reglna. Samkvæmt þeim er auglýst árlega eftir umsóknum um framgang og er framgangur aðeins veittur einu sinni á ári. Auglýst er árlega eftir umsóknum um framgang en á grundvelli umsóknargagna, dómnefndarálita og umsagna sérfræðinga mælir framgangsnefndin með því við rektor Háskóla Íslands að umsækjendur fái umbeðinn framgang.

Eftirtaldir starfsmenn á Félagsvísindasviðið fengu framgang:

Hafsteinn Þór Hauksson, Lagadeild, í starf dósents.
Halldór Sig. Guðmundsson, Félagsráðgjafadeild, í starf dósents.
Hrefna Friðriksdóttir, Lagadeild, í starf prófessors.
Ingólfur V. Gíslason, Félags- og mannvísindadeild, í starf dósents.
Kári Kristinsson, Viðskiptafræðideild, í starf dósents.
Kristín Benediktsdóttir, Lagadeild, í starf dósents.
Kristjana Stella Blöndal, Félags- og mannvísindadeild, í starf dósents.
Maximilian Conrad, Stjórnmálafræðideild, í starf dósents.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Stjórnmálafræðideild, í starf dósents.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Félags- og mannvísindadeild, í starf prófessors.
Stefán Hrafn Jónsson, Félags- og mannvísindadeild, í starf prófessors.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Hagfræðideild, í starf prófessors.
Trausti Fannar Valsson, Lagadeild, í starf dósents.

Við færum þessu starfsfólki sérstakar hamingjuóskir með framganginn.

Oddi
Oddi