Skip to main content
18. mars 2015

Þorvaldur Davíð gestafyrirlesari í samningagerð

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikar, var á dögunum gestafyrirlesari í námskeiðinu samningagerð sem framhaldsnemar í viðskiptafræði sitja.

Þorvaldur hefur búið erlendis um nokkurt skeið þar sem reynt hefur á samningatækni hans vegna leikverkefna og hefur því töluverðra reynslu af því að semja um kaup og kjör og ýmis önnur atriði. Hann sagði frá því hvað hann hefði lært um samingagerð, hvernig á að koma að samningaborðinu, hvaða kröfur er hægt að gera og hvenær þarf að gefa eftir.

Fyrirlesturinn mæltist afar vel fyrir þar sem nemendum þótti gagnlegt að heyra reynslusögu manns sem vinnur sjálfstætt og getur miðlað af reynslu sinni í samningagerð bæði á Íslandi og erlendis.

Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson