Skip to main content
5. janúar 2017

Þörf á að fylgja foreldrum og börnum betur eftir

Elísa Óðinsdóttir lauk nýverið meistaraprófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands en meistararitgerð hennar ber titilinn „Afdrif foreldra sem hafa verið tilkynntir til barnaverndarnefndar vegna vímuefnavanda.“

Um niðurstöður rannsóknar hennar, sem lesa má um á Skemmunni, segir m.a.: „Erfitt reyndist að ná í stóran hluta þeirra foreldra sem tilkynntir hafa verið til barnaverndaryfirvalda vegna vímuefnavanda en niðurstöður sýna að meirihluti þátttakenda telur sig ekki eiga eða hafa átt við vímuefnavanda að stríða og neyta flestir þátttakendur áfengis í dag.“

Nánari lýsing á rannsókninni og ritgerðina sjálfa má lesa hér á Skemmunni.

Mbl.is fjallaði einnig um ritgerðina og niðurstöður hennar.

Elísa Óðinsdóttir með meistararitgerð sína.
Elísa Óðinsdóttir með meistararitgerð sína.