Skip to main content
6. janúar 2017

Tekið á móti erlendum nemendum

Rúmlega 140 erlendir nemendur hefja nám við Háskóla Íslands á vormisseri, þar af 107 skiptinemar. Þeim var boðið til móttöku á Háskólatorgi í gær þar sem Jón Atli Benediktsson rektor og Stefan Hermanowicz, fulltrúi í alþjóðanefnd SHÍ, fluttu ávörp. Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta, kynnti dagskrá og bauð nemendur velkomna. Dagskráin hélt svo áfram í Stúdentakjallaranum þar sem nemendum var boðið upp á fría drykki og pop quiz.

Móttakan er hluti af kynningardögum fyrir erlenda nýnema sem stendur yfir dagana 5. og 6. janúar. Auk móttökunnar er boðið upp á námskeið, skipulagðar gönguferðir um háskólasvæðið, kynningar fræðasviða og viðburði á vegum Stúdentaráðs. Í gærmorgun hófst dagskráin með örnámskeiði í íslensku undir heitinu Icelandic in 90 minutes. Náms- og starfsráðgjöf býður svo upp á námskeiðið The Keys to Success at the University of Iceland þar sem nemendur fá leiðbeiningar um hvernig vænlegast sé að ná árangri í námi við Háskólann og njóta dvalarinnar á Íslandi. Þá kynnti Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn safnið og þjónustu þess.

Markmið daganna er að kynna þjónustu Háskólans og styðja nemendur í að aðlagast nýrri menningu og kynnast öðrum nemendum.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, býður erlendur nemendur velkomna í skólann.
Móttaka erlendra nema við Háskóla Íslands
Móttaka erlendra nema við Háskóla Íslands
Móttaka erlendra nema við Háskóla Íslands
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, býður erlendur nemendur velkomna í skólann.