Skip to main content
13. maí 2017

Styrktarfélagið Göngum saman fagnar 10 ára afmæli

""

Styrktarfélagið Göngum saman, sem hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini við Háskóla Íslands, fagnar 10 ára afmæli í ár. Félagið efnir til árlegrar göngu sinnar á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí kl. 11.

Markmið félagsins er að styrkja rannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins. Göngum saman hefur styrkt íslenska vísindamenn um ríflega 70 milljónir króna frá stofnun félagsins.

Styrktarganga Göngum saman 2017 fer líkt og síðustu ár fram á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí. Gengið verður á 14 stöðum um allt land; í Borgarnesi, Hveragerði, Stykkishólmi, á Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri, Neskaupstað, Vopnafirði, Ólafsfirði, Reyðarfirði, Höfn auk Reykjavíkur. Einnig verður gengið í fyrsta sinn í sólinni á Tenerife.

Í Reykjavík hefst gangan við Háskólatorg eins og undanfarin ár. Húsið verður opnað kl. 10 en lagt verður af stað í gönguna kl. 11. Á Háskólatorgi geta göngumenn kynnt sér rannsóknir vísindamanna Háskóla Íslands sem hlotið hafa styrk úr rannsóknasjóði Göngum saman.

Þess má geta að varningur til styrktar Göngum saman verður til sölu á Háskólatorgi. Allir eru velkomnir í göngu

Frá árlegri göngu styrktarfélagsins Göngum saman í fyrra.