Skip to main content
4. janúar 2017

Styrkir til nemenda í land- og ferðamálafræði við HÍ

""

Styrktarsjóður námsbrautar í land- og ferðamálafræði auglýsir eftir umsóknum um styrk til þátttöku í ráðstefnu á árinu 2017. 

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2017.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja framhaldsnemendur til þátttöku í ráðstefnum á fagsviði sínu. Rétt til að sækja um styrk úr sjóðnum eiga allir nemendur sem skráðir eru í meistara- eða doktorsnám í landfræði eða ferðamálafræði við námsbrautina. Styrkurinn er veittur til greiðslu fargjalda og/eða ráðstefnugjalds vegna einnar ráðstefnu. Skilyrði er að umsækjandi kynni rannsóknaverkefni sitt á ráðstefnunni.

Heildarfjárhæð styrkja til úthlutunar á árinu er kr. 800.000. Hver styrkur getur numið allt að kr. 200.000.

Umsóknum skal skilað með tölvupósti til ritara sjóðsstjórnar, Eddu R.H. Waage (erw@hi.is).

Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram:

1. Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og virkt netfang

2.  Upplýsingar um ráðstefnuna

3. Greinargerð um fyrirhugaða þátttöku umsækjanda

4. Áætlun um fargjöld

5. Upplýsingar um ráðstefnugjald

Nánari upplýsingar veitir sjóðsstjórn, en hana skipa Katrín Anna Lund (kl@hi.is), Edda Ruth Hlín Waage (erw@hi.is) og Karl Benediktsson (kben@hi.is).

Ferðamenn baða sig við Holuhraun.
Ferðamenn baða sig við Holuhraun.