Skip to main content

Styrkir í boði fyrir nemendur á sviði varnarmála

26. apr 2017

Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands var nýlega veittur verkefnastyrkur frá NATO. Verkefnið er undirbúningsverkefni sem fjallar um varnarmál, utanríkisstefnu og áskoranir smáríkja í NATO og smáríkja í Austur-Evrópu, MENA og Eyjaálfu í breyttu öryggisumhverfi.

Rannóknarsetrið kallar eftir umsóknum nemenda fyrir tvö rannsóknarverkefni. Rannsakendur geta verið á meistara- eða doktorsstigi eða nýdoktorar.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins.