Skip to main content
23. ágúst 2016

Sturlungaöld í nýju samhengi

""

Pólitísk átök Sturlungaaldar eru sett í nýtt samhengi í Auðnaróðali, nýrri bók eftir Sverri Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Sagnfræði- og heimspekideild.

Á fáeinum áratugum tók íslenskt samfélag stakkaskiptum og varð eins og önnur evrópsk miðaldasamfélög. Valdabarátta höfðingja náði hámarki á árunum 1220–1264 sem hafa oft verið nefnd Sturlungaöld. Í Auðnaróðali eru pólitísk átök þessara ófriðarára greind og sett í nýtt samhengi þar sem áhersla er lögð á hlutdeild fleiri en fáeinna höfðingja. Við sögu koma höfðingjar, húsfreyjur, vígamenn, frillur, fræðimenn, fróðleikskonur og flakkarar.

Auðnaróðal er aðgengilegt yfirlitsrit sem nýtist bæði háskólanemum og almennum lesendum. Sögufélagið gefur bókina út.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti og prófessor í sagnfræði, segir bókina einkar vandað fræðirit en skemmtilegt og spennandi um leið.

""
Sverrir Jakobsson prófessor.
""
Sverrir Jakobsson prófessor.