Skip to main content
18. nóvember 2016

Smásögur frá Mexíkó

""

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum Rómönsku-Ameríku alla 20. öldina og fram á okkar daga, ekki síst í Mexíkó en þaðan koma margir af helstu rithöfundum álfunnar. Í bókinni eru sextán smásögur eftir sextán höfunda og spanna tímabilið frá 1952 til 2009. Þær veita innsýn í hið fjölbreytta mannlíf í Mexíkó þar sem ólíkir menningarheimar og ólíkir tímar mætast.

Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku, valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. Ritstjóri er Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku, og Valgerður Jónasdóttir hannaði kápu bókarinnar. Hana prýða Mærin af Guadalupe, verndardýrlingur Mexíkós, og Quetzalcóatl, fiðraði snákurinn sem var mikilvægur guð margra þjóðflokka í Mexíkó.

Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku
Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku