Skip to main content
20. febrúar 2015

Skráning hafin á Bráðadaginn 2015

„Börn og aldraðir – Bráðaþjónusta á 21. öldinni“, er yfirskrift Bráðadagsins 2015 sem verður á Hótel Natura föstudaginn 6. mars. Bráðadagurinn er árleg ráðstefna á vegum bráðamóttöku Landspítalans þar sem kynntar eru rannsóknir í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi.

Hefð hefur skapast fyrir því að fá erlenda sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins. Að þessu sinni koma Dr. Samir Sinha öldrunarlæknir frá Mount Sinai og University Health Network Hospitals í Toronto sem rannsakað hefur þjónustu við aldraða á bráðamóttökum auk Dr. Paul Leonard bráðalæknis og yfirlæknis á bráðamóttöku barna í NHS Lothian í Edinborg.

Bráðadagurinn er ekki bara uppskeruhátíð rannsókna og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur einnig mikilvægur liður í símenntun starfsfólks bráðamóttöku Landspítala. Einnig sækja ráðstefnuna aðrir fagaðilar sem koma að þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva í samfélaginu. Undanfarin ár hafa gestir verið um 130-150 manns.

Samfara ráðstefnu er gefið út Fylgirit Læknablaðsins þar sem birt eru ritrýnd ágrip af innsendum erindum.

Skráning fer fram á vef Landspítalans.

Ráðstefnugjald er 5000 kr fyrir gesti utan flæðissviðs Landspítala.

Skráningu lýkur 4. mars.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.

„Börn og aldraðir – Bráðaþjónusta á 21. öldinni“, er yfirskrift Bráðadagsins 2015 sem verður á Hótel Natura föstudaginn 6. mars.