Skip to main content
25. október 2016

Skoðaði reynslu sam­kyn­hneigðra fóst­ur­for­eldra

""

Guðrún Hrefna Sverrisdóttir brautskráðist með meistarapróf í Félagsráðgjöf laugardaginn 22. október 2016. Á dögunum birtist viðtal við hana á mbl.is um efni ritgerðarinnar:

„Guðrún Hrefna Sverr­is­dótt­ir hafði starfað að barna­vernd­ar­mál­um í ára­tugi þegar hún ákvað að skrifa meist­ara­prófs­rit­gerð í fé­lags­ráðgjöf um reynslu sam­kyn­hneigðra af fóst­ur­for­eldra­hlut­verk­inu. Víða er­lend­is hef­ur sú þróun átt sér stað að sam­kyn­hneigðum fóst­ur­for­eldr­um fer fjölg­andi og bend­ir rann­sókn Guðrún­ar Hrefnu til þess að ekk­ert inn­an ís­lenska kerf­is­ins hindri að slík þróun geti einnig orðið hér á landi.

„Ég er búin að vinna í barna­vernd í 20 ár og hef meðal ann­ars komið að fóst­ur­mál­um,“ seg­ir Guðrún Hrefna og bæt­ir við að stund­um hafi verið erfitt að fá fólk til að taka að sér fóst­ur­for­eldra­hlut­verkið, einkum fyr­ir eldri börn.

Rit­gerðin ber heitið „Það besta sem hef­ur komið fyr­ir mig“ og seg­ir í kynn­ingu á rit­gerðarefn­inu að viðhorf sam­fé­lags­ins hafi í gegn­um tíðina „ein­kennst af full­yrðing­um um að hvorki homm­ar né lesb­í­ur hafi getu eða hæfni til að ala upp börn vegna kyn­hneigðar sinn­ar. Börn þurfi bæði móður og föður í upp­eld­inu og best sé fyr­ir börn að al­ast upp í gagn­kyn­hneigðri fjöl­skyldu sem er ríkj­andi staðal­mynd fjöl­skyldna í sam­fé­lag­inu. Að al­ast upp hjá sam­kyn­hneigðum for­eldr­um hafi nei­kvæð áhrif á þroska barna,“ seg­ir í kynn­ing­unni.“

Sjá nánar hér: Skoðaði reynslu samkynhneigðra foreldra.

Guðrún Hrefna Sverrisdóttir
Guðrún Hrefna Sverrisdóttir