Skip to main content
29. mars 2017

Sjónvarpsþáttur um umhverfismál á Grænum dögum

Sjónvarpsþáttur um umhverfismál á Grænum dögum - á vefsíðu Háskóla Íslands

Það er í mörg horn að líta þegar búa á til sjónvarpsþátt, eins og nemendur í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku fengu að kynnast á dögunum. Þau bjuggu til sjónvarpsþátt um umhverfismál, sem sýndur var í tengslum við Græna daga í Háskólanum 23.-25. mars.

Nemendur fengu til sín góða gesti í myndverið, bjuggu til stutt myndbönd um eitt og annað á Grænum dögum, sömdu kynningar, spurningar og fleira – og svo var allt sett saman í einn þátt, undir dyggri forystu Ármanns Gunnarssonar, útsendingarstjóra.

Nemendur að vinna við gerð sjónvarpsþáttarins
""
""
Nemendur taka viðtal við Guðna Elísson Prófessor á Hugvísindasviði