Skip to main content
10. júlí 2015

Sjö hundruð gestir á ráðstefnu ESRA í HÍ

Von er á um sjö hundruð gestum á sjöttu ráðstefnu European Survey Research Association (ESRA) sem haldin verður í Háskóla Íslands  dagana 13.-17. júlí næstkomandi.

ESRA var stofnað árið 2008 en markmið samtakanna er meðal annars að efla samskipti rannsakenda og fræðimanna um tölfræði og aðferðafræði. Á ráðstefnunni verða um 800 erindi og sjö námskeið um rannsóknaraðferðir félagsvísinda. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur haft veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar  og fer dagskrá hennar fram víða á háskólasvæðinu.

Aðalfyrirlesarar verða Lars Lyberg prófessor og Frauke Kreuter prófessor. Lars Lyberg mun í erindi sínu fjalla um hönnun og fyrirlagningu samanburðarkannana (3MC kannana). Erindi Frauke Kreuter verður um gagnasöfnun og ályktanir, og breytingar sem orðið hafa á gagnaumhverfi í félagsvísindum á síðastliðnum áratug.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ESRA: http://www.europeansurveyresearch.org/conference

Aðalbygging HÍ
Aðalbygging HÍ