Skip to main content

Sex umsóknir um starf forseta VON

19. apr 2017

Starf forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands var nýverið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 15.apríl sl. Sex einstaklingar sóttu um starfið.  

Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er ráðinn af rektor til fimm ára frá 1. júlí 2017. Hann starfar í umboði rektors, er yfirmaður fræðasviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess. Samkvæmt reglum Háskóla Íslands skipar rektor sérstaka nefnd til að undirbúa ákvörðun um ráðningu forseta fræðasviðs og tekur nefndin til starfa á næstu dögum.  

Þeir sem sóttu um starfið eru: 

1. Dr. Ana Frances, sjálfstætt starfandi rannsóknasérfræðingur, Spáni.   

2. Dr. Anders Schomacker, prófessor við Jarðvísindadeild Háskólans í Tromsö, Noregi.  

3. Dr. Kristján Jónasson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands

4. Dr. Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands

5. Dr. Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands

6. Dr. Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands

Aðalbygging Háskóla Íslands