Skip to main content
20. apríl 2015

Seinni umferð rektorskjörs í dag

Í dag, 20. apríl, fer fram seinni umferð rafrænnar kosningar til rektors Háskóla Íslands og stendur hún yfir frá kl. 9.00 til kl. 18.00.

Kosið er um tvo frambjóðendur, Guðrúnu Nordal, prófessor og forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Jón Atla Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands.

Leiðbeiningar um rafræna kosningu:

Á heimasíðu háskólans www.hi.is og í Uglu er vefborði merktur: 

„Kosningar til rektors árið 2015 – seinni umferð. Smelltu hér til að greiða þitt atkvæði.“ Með því að smella á borðann er farið beint á kosningasíðu. Kjósendur verða að nota aðgangs- og lykilorð sín að Uglu til að svæðið opnist. 

Nánari leiðbeiningar.

Tölvuver og aðstoð við rafræna kosningu:

Tölvuver 204 á Háskólatorgi er frátekið sérstaklega fyrir kjördag. Þar verður starfsmaður frá Reiknistofnun háskólans til staðar og veitir aðstoð ef tæknileg vandamál koma upp. 

Að auki er Tölvuþjónustan á Háskólatorgi opin frá kl. 8.00-16.00, sími: 525-4222 http://rhi.hi.is/tolvuthjonusta_rhi