Skip to main content
16. ágúst 2015

Rektor bauð MBA-nema velkomna

Segja má að kennsla á skólaárinu 2015-2016 hafi hafist formlega í Háskóla Íslands fimmtudaginn 13. ágúst þegar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, bauð stóran hóp nýnema í MBA-námi velkominn. Þetta var jafnframt fyrsti nemendahópurinn sem Jón Atli tekur á móti í embætti rektors.

Hópurinn sem mætti til undirbúningslotu í MBA-náminu mun sitja á skólabekk samhliða vinnu næstu tvö árin og útskrifast vorið 2017. Markmið undirbúningslotunnar er að leggja grunninn að því sem koma skal og er meðal annars farið í gegnum þætti eins og árangursrík vinnubrögð, árangur í hópastarfi, hvað það þýðir að vera nemandi í case-kennslu auk þess sem farið er í gegnum grunnhugtök í fjármálum auk Excel-kennslu.

Undirbúningslotan mun standa áfram næstu daga en hefðbundið skólahald hefst 21. ágúst þegar bæði fyrsta árs og annars árs MBA-nemar mæta til fyrstu kennsluhelgarinnar.

Óvenjustór hópur nemenda hefur nú MBA-nám við Háskóla Íslands, eða 44 nemendur. Alls verða því 75 MBA-nemar í skólanum í vetur.

Magnús Pálsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar og MBA-náms við Háskóla Íslands, er afar ánægður með nýnemahópinn. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu fjölbreyttur hópurinn er, en nemendurnir koma úr nánast öllum kimum atvinnulífsins. Það gefur færi á fleiri og oft dýpri víddum í þeim verkefnum sem tekist er á við í náminu. Þetta gerir nemandann einnig oft að kennara því hann er hlaðinn reynslu úr atvinnulífinu en við munum jafnframt bæta töluvert við hana á næstu tveimur árum.“

Jón Atli Benediktsson, nýr rektor Háskóla Íslands, bauð MBA-nýnema velkomna í skólann.
Fjörtíu og fjórir nýnemar hefja nú MBA-nám við Háskóla Íslands og er það óvenju stór hópur. MYND/Kristinn Ingvarsson
„Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu fjölbreyttur hópurinn er, en nemendurnir koma úr nánast öllum kimum atvinnulífsins. Það gefur færi á fleiri og oft dýpri víddum í þeim verkefnum sem tekist er á við í náminu,“ segir Magnús Pálsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar og MBA-náms við Háskóla Íslands, sem hér ræðir við Jón Atla rektor.
Jón Atli Benediktsson, nýr rektor Háskóla Íslands, bauð MBA-nýnema velkomna í skólann.
Fjörtíu og fjórir nýnemar hefja nú MBA-nám við Háskóla Íslands og er það óvenju stór hópur. MYND/Kristinn Ingvarsson
„Það hefur komið skemmtilega á óvart hversu fjölbreyttur hópurinn er, en nemendurnir koma úr nánast öllum kimum atvinnulífsins. Það gefur færi á fleiri og oft dýpri víddum í þeim verkefnum sem tekist er á við í náminu,“ segir Magnús Pálsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar og MBA-náms við Háskóla Íslands, sem hér ræðir við Jón Atla rektor.