Skip to main content
18. apríl 2017

Rannsakar HIV-smitaða einstaklinga

Skúli Ragnar Skúlason, tónlistarkennari á Akranesi, hefur stýrt fiðlusveitinni Slitnum strengjum og verið í meistaranámi í félagsráðgjöf við HÍ, þar sem hann rannsakar HIV-smitaða eldri einstaklinga.

HIV smit ennþá tabú

Skúli Ragnar hefur nýlokið rannsókn á eldri einstaklingum sem eru HIV-smitaðir. „Eftir að nýju lyfin komu hvarf umræðan um HIV,“ segir hann, en telur enn mikla fordóma gagnvart smituðum. Niðurstöður rannsóknar Skúla má lesa í meistararitgerð hans en Skúli telur að taka verði upp umræðuna á ný því verulega erfitt sé fyrir þessa einstaklinga að segja frá hvernig smit kom til.

18 stelpur á fiðlur

Það var árið 2001 sem Skúli Ragnar stofnaði ásamt nemum fiðlusveitina Slitna strengi. Hann hafði hugsað sér að kenna í Tónlistarskóla Akraness í um það bil tvö ár en þau eru nú orðin yfir 20. Í dag kom út diskur með fiðlusveitinni en safnað var fyrir honum á Karolina Fund. Fiðlusveitin hefur hvarvetna vakið athygli. 

Skúli Ragnar Skúlason var föstudagsgestur í Mannlega þættinum.