Skip to main content
21. október 2015

Ráðstefna til heiðurs Rögnvaldi Hannessyni

Fimmtudaginn 8.október var haldin ráðstefna til heiðurs Rögnvaldi Hannessyni, prófessor emeritus. Að ráðstefnunni stóðu Félagsvísindasvið og Hagfræðideild Háskóla Íslands auk Rannsóknaseturs um nýsköpun og hagvöx. Sjálfur flutti Rögnvaldur erindi á ráðstefnunni í tilefni nýútkominnar bókar hans, Ecofundamentalism.

Rögnvaldur Hannesson er einn kunnasti og virtasti hagfræðingur Íslendinga, en hefur alla sína tíð starfað erlendis, lengst af við Viðskiptaháskólann í Björgvin í Noregi. Hann hefur birt hátt í hundrað ritgerðir í fræðitímaritum og ritað sex bækur. Bengt Kriström, prófessor í auðlindahagfræði í Umeå-háskóla í Svíþjóð, og Julian Morris, forstöðumaður rannsókna í Reason-stofnuninni í Bandaríkjunum, brugðust við erindi Rögnvalds. 

Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs, kynnti Rögnvald í upphafi ráðstefnunnar en Tór Einarsson prófessor, stjórnaði ráðstefnunni.

Gerðu áheyrendur, sem voru um sjötíu, góðan róm að máli fyrirlesara.

Hér má sjá upptöku frá ráðstefnunni á youtube

Fimmtudaginn 8.október var haldin ráðstefna til heiðurs Rögnvaldi Hannessyni
Fimmtudaginn 8.október var haldin ráðstefna til heiðurs Rögnvaldi Hannessyni