Skip to main content
28. október 2015

Ráðgjafaráð Viðskiptafræðideildar

Í gær hittist ráðgjafaráð Viðskiptafræðideildar formlega í fyrsta sinn. Megintilgangurinn með ráðinu er að efla tengsl deildarinnar út í samfélagið og skapa enn frekari tengsl við atvinnulífið. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa verið í námi við Háskóla Íslands.

Í ráðgjafaráðinu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka, og Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.

Á mynd má sjá ráðgjafaráðið ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni deildarforseta Viðskiptafræðideildar. Á mynd vantar Jón Ólaf Halldórsson.