Skip to main content
13. júlí 2015

Pólskukennsla við HÍ

""

Á haustmisseri 2015 verður í fyrsta sinn boðið upp á pólskunám við Háskóla Íslands. Um er að ræða fimm eininga byrjendanámskeið sem kennt verður á 6 vikum: 5. október til 14. nóvember. Það eru Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda sem standa að þessu námskeiði í samvinnu við Háskólann í Varsjá. Námskeiðið er opið öllum nemendum við HÍ og er ætlað algerum byrjendum í pólsku.

Eins og margir vita er pólska mjög útbreitt tungumál á Íslandi en fremur lítið er um framboð á pólskunámi. Í tengslum við námskeiðið verða skipulagðir ýmsir menningarviðburðir, svo sem kvikmyndasýningar þar sem nýlegar pólskar kvikmyndir verða sýndar með enskum texta. Kennari er Anna Rabczuk frá Háskólanum í Varsjá.

Nánari upplýsingar má finna í kennsluskrá og hjá forstöðumanni Tungumálamiðstöðvar Eyjólfi Má Sigurðssyni: ems@hi.is.

Royal Castle Square í Varsjá