Skip to main content
4. maí 2015

Opinn málfundur um umbætur í peningamálum

Fjölmennt var á opnum málfundi Hagfræðideildar í lok apríl þar sem umbætur í peningamálum Íslands voru umræðuefni. Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, flutti erindi og tók við fyirspurnum að því loknu. 

Frosti hefur nýlega lokið við skýrslu sem unnin var að beiðni forsætisráðherra þar sem skoðað var að hvaða leyti rekja megi vandamál í stjórn peningamála hér á landi til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán.

Skýrslu Frosta má lesa á þessum hlekk: Afhenti skýrslu um endurbætur á peningakerfinu.

Frosti Sigurjónsson
Frosti Sigurjónsson