Skip to main content
29. maí 2017

Opið fyrir skráningar í Þjóðarspegil 2017

""

Opið er fyrir skráningu í Þjóðarspegil, ráðstefnu í félagsvísindum, sem fram fer 3. nóvember. Í ár verður Þjóðarspegillinn með breyttu fyrirkomulagi en tvær stórar breytingar hafa verið gerðar. 

Í fyrsta lagi verður lögð áhersla á að áhugasamir fyrirlesarar taki höndum saman og skipuleggi faglegar málstofur með 2-4 erindum (hver málstofa er 1,45 klst.). Ekki verður tekið við einstökum erindum nema í sérstökum tilfellum. 

Í öðru lagi hefur útgáfu ritstýrðra greina verið felld niður.

Skráningarleiðir í ár eru eftirfarandi: 

A) Ágrip og erindi sem er hluti af fyrirfram ákveðinni málstofu

B) Ágrip fyrir veggspjald ásamt örkynningu (10 mínútur)

C) Ágrip fyrir veggspjald án örkynningar

Verkefnastjóri og ritstjórar eru til taks til að aðstoða við hið nýja verklag.

Verkefnastjóri er Sigrún Birna Sigurðardóttir.

Opið er fyrir skráningu í allar þrjár leiðirnar til 20. ágúst.

Auglýsing fyrir Þjóðarspegil