Skip to main content
15. janúar 2017

Nýtt vefrit um skólaþróun

""

Skólaþræðir er nýtt vefrit um skólaþróun sem gefið er út af Skólaþróun – samtaka áhugafólks um skólaþróun og unnið í samstarfi við Menntamiðju. Í ritinu eru birtar greinar um þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Stefnt er að því að vefritið verði vettvangur fyrir skólafólk til að miðla góðum hugmyndum og fyrir gagnrýna umræðu um stefnur og strauma í skólastarfi. Ritinu er ætlað að þjóna öllum skólastigum og gert er ráð fyrir fjölbreyttu efni; löngum og stuttum greinum, fréttum, pistlum og umræðugreinum. Þá er gefinn kostur á ritrýndu efni.

Ritstjórn skipa: Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar, Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands (ábyrgðarmaður), Valgerður S. Bjarnadóttir, doktorsnemi og framhaldsskólakennari, og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.

Þeir sem hafa áhuga á að koma efni á framfæri geta snúið sér til ritstjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið: skolastofan@skolastofan.is.

Vefur Skólaþráða

Háskóli unga fólksins