Skip to main content
13. september 2016

Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands tekur til starfa

""

Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2018 hefur verið skipað skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008. Fullskipað ráð kom saman til síns fyrsta fundar fimmtudaginn 8. september sl. Á fundinum var Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs, einróma kjörinn varaforseti ráðsins.

Í hinu nýskipaða háskólaráði eiga sæti:

Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs, fulltrúi háskólasamfélagsins, varaforseti ráðsins

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Marel hf., fulltrúi tilnefndur af háskólaráði

Erna Hauksdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra

Guðrún Geirsdóttir, dósent við Kennaradeild Menntavísindasviðs og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, fulltrúi háskólasamfélagsins

Orri Hauksson, forstjóri Símans, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði

Ragna Sigurðardóttir læknanemi, fulltrúi stúdenta

Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild á Félagsvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins

Tómas Þorvaldsson, sérfræðingur í hugverkarétti, eigandi og lögmaður hjá Vík Lögmannsstofu, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði

Þengill Björnsson verkfræðinemi, fulltrúi stúdenta.

Varamenn eru:

Amalía Björnsdóttir, prófessor við Kennaradeild Menntavísindasviðs (fyrir Eirík Rögnvaldsson)

Borgar Þór Einarsson, lögmaður (fyrir Orra Hauksson)

Eyrún Fríða Árnadóttir, uppeldis- og menntunarfræðinemi (fyrir Þengil Björnsson)

Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild  Heilbrigðisvísindasviðs (fyrir Guðrúnu Geirsdóttur)

María Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Innanríkisráðuneytinu (fyrir Ernu Hauksdóttur)

Rúnar Unnþórsson, dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs (fyrir Stefán Hrafn Jónsson)

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar (fyrir Ásthildi Margréti Otharsdóttur, Rögnu Árnadóttur og Tómas Þorvaldsson)

Tryggvi Másson, viðskiptafræðinemi (fyrir Rögnu Sigurðardóttur).

Fundargerðir háskólaráðs er að finna á háskólavefnum.

Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands er boðið velkomið til starfa.

Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands. Á myndinni eru (fremri röð frá vinstri): Ragna Sigurðardóttir, Jón Atli Benediktsson, Eiríkur Rögnvaldsson og Guðrún Geirsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Stefán Hrafn Jónsson, Þórður Kristinsson (starfsmaður ráðsins), Ragna Árnadóttir, Magnús Diðrik Baldursson (ritari háskólaráðs), Þengill Björnsson, Tómas Þorvaldsson, Orri Hauksson, María Rut Kristinsdóttir (varamaður fyrir Ernu Hauksdóttur) og Ásthildur Margrét Otharsdóttir.