Skip to main content
5. desember 2016

Nýr þjónustuvettvangur fyrir erlenda starfsmenn

""

Háskóli Íslands hefur sett á laggirnar nýjan þjónustuvettvang fyrir erlenda starfsmenn og ráðningaraðila. Þjónustan ber heitið Relocation Service og er ætluð öllum í Háskóla Íslands en verkefnið er þróað og hýst á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Háskóli Íslands er í stöðugri sókn sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli og hefur fjöldi erlendra starfsmanna aukist verulega á síðustu árum og einnig handhafar erlendra styrkja. Þessi jákvæða þróun hefur skapað þörf á nýrri þjónustu. 

Mikilvæg er að erlendir starfsmenn komist fljótt og vel til landsins og fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa til að aðlagast landi og þjóð. Ráðningarferli eru að jafnaði tímafrek og kostnaðarsöm og því mikilvægt að ráðning heppnist vel og starfsmaður ílengist á starfi ef svo ber undir. Ekki er síður mikilvægt að rannsóknarverkefni séu mönnuð hratt og örugglega enda miklir peningar í húfi sem þarf að nýta vel.

Þjónustan felur í sér:

  • Dvalarleyfisumsóknir - ríkisborgarar utan Evrópu
  • Flýtiafgreiðslu kennitöluumsókna - evrópskir ríkisborgarar
  • Aðstoð við húsnæðisleit
  • Tengslanet maka 
  • Almenna upplýsingagjöf

Þjónustan er fyrir eftirfarandi hópa:

  • Akademíska starfsmenn
  • Gestakennara
  • Nýdoktora
  • Doktorsnema

Frekari upplýsingar fást á heimasíðu relocation.hi.is

""
""