Skip to main content
6. júlí 2016

Nýr forseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar

""

Þann 1. júlí síðastliðinn tók Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor við stöðu deildarforseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar. Hún tekur við af Ástríði Stefánsdóttur dósent sem hefur verið deildarforseti undanfarin fjögur ár. Guðrún V. Stefánsdóttir dósent tekur við stöðu varadeildarforseta af Erlingi Jóhannssyni prófessor og mun gegna því embætti næstu tvö árin. 

Anna Sigríður lauk doktorsprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur verið fastráðin við Háskóla Íslands frá árinu 2006, fyrst sem lektor en sem dósent frá 2010 og prófessor frá 1. júlí síðastliðnum. 

Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífsstíls. Hún hefur unnið m.a. að rannsóknum á gildi skólamáltíða í grunnskólum á Norðurlöndum, heilsueflingu í framhaldsskólum, heilsu og lífsstíl í framhaldsskólum, Heilsuskólanum - fjölskyldumiðaðri meðferð við offitu barna og íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og lífsgæða aldraðra.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði