Skip to main content
28. febrúar 2015

Ný útgáfa: Fatherhood in the Nordic Welfare States

Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, er annar tveggja ritstjóra bókarinnar „Fatherhood in the Nordic Welfare States - Comparing Care Policies and Practice“ sem kom út hjá hinu virta forlagi Policy Press á dögunum.

Bókin er samstarfsverkefni Guðnýjar og Tine Rostgaard, prófessors við Álaborgarháskóla í Danmörku, og er viðfangsefni hennar norrænir feður og velferðarkerfi á Norðurlöndum. Bókinni skipti í þrjú þemu: Lagaumhverfi á Norðurlöndum sem snertir feður og fjölskyldulíf, feður í hversdeginum og á vinnustað og loks föðurhlutverkið í fjölbreytilegum fjölskyldum.

Umsagnir um bókina:

„This comprehensive volume provides rich and theoretically grounded empirical analyses of Nordic policies and practices.“ Ann Orloff, prófessor við Northwestern-háskólann í Bandaríkjunum

„A fascinating, wide-ranging and critical look at fatherhood in the Nordic world, covering home, work and social policy, addressing growing diversity in these countries and celebrating a vibrant research scene.“  Peter Moss, prófessor emeritus við Institute of Education við Lundúnaháskóla (University of London).

Pantanir og nánari upplýsingar um bókina má nálgast hér en einnig var rætt við Guðnýju Björk í Fréttatímanum í lok desember (52. árgangur 2014, bls. 12). Viðtalið má lesa hér.

Bókin er samstarfsverkefni Guðnýjar og Tine Rostgaard, prófessors við Álaborgarháskóla
Bókin er samstarfsverkefni Guðnýjar og Tine Rostgaard, prófessors við Álaborgarháskóla