Skip to main content
27. maí 2015

Ný og endurbætt handbók í lyflæknisfræði

Fjórða útgáfa Handbókar í lyflæknisfræði kom nýverið út á vegum Háskólaútgáfunnar en hún hefur tekið miklum breytingum frá síðustu útgáfu sem kom út árið 2006 og hefur notið mikilla vinsælda. 

Höfuðmarkmið með útgáfu bókarinnar er að styðja við skynsamlega nálgun og meðferð helstu sjúkdóma og vandamála sem heyra til lyflækninga. Umfjöllunin hefur í mörgum tilvikum sérstaka tilvísun í aðstæður hérlendis. Handbók í lyflæknisfræði hefur þegar öðlast traustan sess sem leiðbeinandi fræðirit og ætti að nýtast breiðum hópi lesenda, svo sem lyflæknum, heilsugæslulæknum, almennum læknum og læknanemum auk fagfólks innan annarra heilbrigðisstétta.

Ritstjórar bókarinnar eru Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga hjá Landspítala, Runólfur Pálsson¸ yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala og prófessor í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, og Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum.

Höfundar bókarinnar, frá vinstri: Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga hjá Landspítala, Runólfur Pálsson¸ yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala og prófessor í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, og Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum.
Hin nýja útgáfa hefur tekið miklum breytingum frá síðustu útgáfu.
Höfundar bókarinnar, frá vinstri: Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga hjá Landspítala, Runólfur Pálsson¸ yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala og prófessor í lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, og Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum.
Hin nýja útgáfa hefur tekið miklum breytingum frá síðustu útgáfu.