Skip to main content
24. september 2015

Ný heildarstefna fyrir HÍ unnin í víðtæku samráði

Stór hópur fólks innan og utan háskólasamfélagsins vinnur nú að því að móta heildarstefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021. Áhersla er lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og ítarlegt samráð við vinnslu stefnunnar en áætlað er að hún verði tilbúin fyrri hluta næsta árs.

Mótun heildarstefnu Háskóla Íslands er veigamesta verkefnið sem unnið er að innan skólans nú á haustmisseri og kynnti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fyrirkomulag og tímaáætlun við vinnuna á upplýsingafundi með starfsfólki í síðu viku. Þar kom fram að skipaðir hafa verið bæði stefnumótunarhópur og stýrihópur til að vinna að verkefninu en stefnumótunina leiða þau Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, og Steinunn Gestsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, í umboði rektors. Auk þeirra sitja þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri og skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, og Magnús Lyngdal Magnússon, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms, í stýrihópnum.

Í stefnumótunarhópi eiga sæti fjölmargir aðilar, bæði akademískir fulltrúar sviða og fulltrúar Kennslumiðstöðvar, nýdoktora og nemenda ásamt fulltrúum utan Háskóla Íslands.

Stefnumótunarhópurinn er skipaður eftirfarandi aðilum:

Félagsvísindasvið:

  • Eiríkur Jónsson, prófessor
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor

Heilbrigðisvísindasvið:

  • Bryndís Eva Birgisdóttir, dósent
  • Tómas Guðbjartsson, prófessor

Hugvísindasvið:

  • Guðmundur Hálfdánarson, prófessor
  • Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor

Menntavísindasvið:

  • Ásgrímur Angantýsson, lektor
  • Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:

  • Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent
  • Magnús Örn Úlfarsson, prófessor

Formenn starfsnefnda háskólaráðs:

  • Börkur Hansen, prófessor og formaður kennslumálanefndar
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor og formaður vísindanefndar
  • Herdís Sveinsdóttir, prófessor og formaður jafnréttisnefndar

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands:

  • Guðrún Geirsdóttir, dósent

Nemendur:

  • Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs
  • Halla Sif Svansdóttir

Nýdoktor:

  • Heiða María Sigurðardóttir

Utanaðkomandi aðilar:

  • Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB
  • Jakob Ó. Sigurðsson, fulltrúi í háskólaráði
  • Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri Laugarlækjarskóla
  • Kristján Leósson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landspítalanum
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fv. borgarfulltrúi og stofnandi menntafyrirtækisins Trappa

Einnig verður haft samráð við fleiri aðila innan háskólans og utan. Þannig verða drög að nýrri stefnu kynnt og rædd í háskólaráði, á háskólaþingi, á vettvangi fræðasviða og deilda, með fulltrúum stúdenta og víðar. Öllu starfsfólki og nemendum háskólans gefst enn fremur tækifæri til að setja fram tillögur og ábendingar um efni stefnunnar. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að tryggja víðtæka samstöðu um stefnuna. Auk þessa verður byggt á fjölmörgum gögnum og úttektum á háskólanum sem fyrir liggja.

Gert er ráð fyrir að stefna Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 verði samþykkt af háskólaráði og háskólaþingi fyrri hluta árs 2016 og framhaldi fari fram ítarleg kynning á henni.

Frá upplýsingafundi rektors með starfsmönnum á dögunum.