Skip to main content
27. apríl 2017

Ný grein eftir Page Wilson

""

Page Wilson, dósent við Stjórnmálafræðideild, gaf nýlega út greinina „The Myth of International Humanitarian Law“.

Í greininni fjallar Wilson meðal annars um það hvernig umfjöllun um lög, sem eiga við um stríðsátök, leiðir í ljós að það sem einu sinni var þekkt sem „stríðslög“ (e. law of war) eða „löggjöf vopnaðra átaka“ (e. law of armed conflict) er í dag þekkt sem alþjóðleg mannréttindalög (e. international humanitarian law).

Greininni er ætlað að varpa ljósi á það að uppruni, innihald og tilgangur alþjóðlegra mannréttindalaga er að öllu leyti ólíkur uppruna og tilgangi stríðslaga.

Greinina í heild sinni má finna hér.

""