Skip to main content
21. desember 2016

Ný bók um sannfæringu, rök og rakalaust bull

""

Út er komin bókin: Sannfæring og rök. Gagnrýnin hugsun, hversdagslegar skoðanir og rakalaust bull eftir Ólaf Pál Jónsson, prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Í lýsingu á bókinni segir: „Allt sem við gerum er undirorpið röklegri hugsun þótt rökin séu oft misjöfn og hin röklega framvinda stundum brotakennd. En hvað eru góð rök? Hvað þýðir að breyta samkvæmt skynsamlegum rökum? Hvernig tengjast sannfæring og sannleikur? Hver er munurinn á samræðu og rökræðu? Í bókinni er fjallað á skýran og aðgengilegan hátt um spurningar sem þessar – um undirstöður rökfræðinnar og gagnrýna hugsun en einnig er fjallað um það hvers vegna sannleikurinn má sín lítils þegar rakalaust bullið tekur yfir.“

Háskólaútgáfan gefur bókina út og er hún fáanleg í Bóksölu stúdenta.

Út er komin bókin Sannfæring og rök. Gagnrýnin hugsun, hversdagslegar skoðanir og rakalaust bull eftir Ólaf Pál Jónsson, prófessor í heimsspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Út er komin bókin Sannfæring og rök. Gagnrýnin hugsun, hversdagslegar skoðanir og rakalaust bull eftir Ólaf Pál Jónsson, prófessor í heimsspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.