Skip to main content
31. janúar 2017

Ný bók um ævisögur, kyngervi og sagnfræði

""

Út er komin bókin Biography, gender and history: Nordic perspectives í ritstjórn sagnfræðinganna Erlu Huldu Halldórsdóttur, Tiina Kinnunen, Maarit Leskelä-Kärki, Birgitte Possing. Bókin er gefin út í ritröðinni Cultural history – Kulttuurihistoria við háskólann í Turku í Finnlandi. Hún er safn greina sem fjalla á margvíslegan hátt um ævisögulega snúninginn (e. biographical turn) sem hefur átt sér stað í sagnfræðirannsóknum víða um heim síðustu tuttugu ár eða svo.

Auk inngangs og eftirmála ritstjóranna eru í bókinni tíu greinar eftir jafnmarga höfunda frá Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð og Danmörku þar sem sjónum er beint að ýmsum þeim áskorunum sem fylgja ævisögulegum rannsóknaraðferðum og því að skrifa ævisögu. Höfundar ræða um viðfangsefni sín í tengslum við kyngervi, einstaklingsævisögur og hópævisögur. Rætt er um ævisögulegar heimildir á borð við skýrslur félagsmálayfirvalda, um efni sem hefur orðið til þar sem njósnað hefur verið um einstaklinga, um notkun myndefnis á borð við portrett málverk til að lesa í ævi einstaklings, svo nokkuð sé nefnt. Bókin er innlegg í aðferðafræðilega og kenningarlega þróun ævisögulegra rannsókna – og ævisögunnar sem fagsviðs.

Bókin er afrakstur samstarfs norrænna sagnfræðinga sem hafa stundað rannsóknir á sviði fræðilegrar ævisögu og æviskrifa. Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í kvenna- og kynjasögu við Háskóla Íslands, er einn ritstjóra bókarinnar auk þess sem hún skrifar greinina „A biography of her own: The historical narrative and Sigríður Pálsdóttir (1809–1871)“.  

Hægt er að panta bókina með því að smella hér.

’This is an excellent volume covering a significant gap in the interdisciplinary field of historical and biographical writing not only in the Nordic milieu but more widely; it does so from a rich range of perspectives, theoretical and methodological approaches, as well as biographical case studies. It is indeed a rare contribution in the life-writing literature.’

                                                                               - Professor Maria Tamboukou (University of East London)

""
""