Skip to main content
2. september 2015

Móttaka grunnnema hjá Viðskiptafræðideild

Skólaárið hjá grunnnemum við Viðskiptafræðideildina hófst formlega þann 28. ágúst síðastliðinn þegar haldin var móttaka fyrir nýnema í Háskólabíói. Að þessu sinni eru 262 nemendur að hefja sitt háskólanám í viðskiptafræði á fjórum námslínum.

Deildarforseti Viðskiptafræðideildar, Runólfur Smári Steinþórsson, hóf dagskrána á því að bjóða nemendur velkomna áður en farið var yfir helstu upplýsingar um námið og farið yfir fyrstu skrefin í námi við Háskóla Íslands. Er þetta mikilvægur liður í að undirbúa nemendur vel fyrir þá áskorun sem fram undan er. Auk deildarforseta kynnti Þórhallur Örn Guðlaugsson grunnnámsnefndina en hann er formaður hennar. Gyða Hlín Björnsdóttir markaðs- og kynningarstjóri ræddi um mentor-kerfið sem nemendum býðst að nýta sér en það hefur reynst nýnemum vel að fá úthlutuðum mentor sem styður þau við upphaf námsins.

Auk starfsmanna og kennara við Viðskiptafræðideildina komu einnig fulltrúar frá nemendafélaginu Mágusi og kynntu félagsstarf vetrarins auk þess sem  NESU (Nordic economic student union) kynnti sína starfsemi. Að lokum kom Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og sagði nemendum frá því hvernig hans menntun hefði nýst honum í starfi.

Að lokinni dagskrá var endað með veitingum og óvissuferð sem nemendafélagið Mágus stóð fyrir.

Viðskiptafræðideild vill að lokum bjóða nýnema velkomna til starfa og óska þeimvelfarnaðar næstu þrjú árin.

 

Móttaka grunnnema við Viðskiptafræðideild
Rúnólfur Smári Steinþórsson
Nýnemar við viðskiptafræðideild
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Móttaka grunnnema við Viðskiptafræðideild
Rúnólfur Smári Steinþórsson
Nýnemar við viðskiptafræðideild
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.