Skip to main content
9. febrúar 2016

Meistaranemar hefja styrktarsöfnun fyrir Reykjadal

""

Meistaranemar við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hófu í gær styrktarsöfnunina „Upplifun fyrir alla – Styrktarsöfnun Háskóla Íslands fyrir Reykjadal“undir leiðsögn Elmars Hallgríms Hallgrímssonar lektors. Söfnunin stendur til 23. febrúar næstkomandi og er hægt að leggja henni lið á margvíslega vegu í gegnum styrktarsíma eða viðburði.

Reykjadalur eru einu sumarbúðirnar fyrir fötluð börn á Íslandi. Árlega dvelja þar um 300 börn á aldrinum 8-21 árs alls staðar að af landinu. Í Reykjadal eiga börnin ævintýradaga í frábæru umhverfi. 

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og lýsa einkunnarorðin gleði - árangur - ævintýri dvölinni vel. Lögð er áhersla á íþróttir og leiki, útivist og sköpun. Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum auk hesta sem börnin hafa aðgang að.

Nýlega var sumarbúðum fyrir fötluð börn á Stokkseyri lokað og hefur það skapað aukið álag á Reykjadal. Langir biðlistar eru í sumarbúðirnar og er biðtíminn í dag tvö ár. Því er nauðsynlegt að tryggja Reykjadal nægjanlegt fjármagn svo hægt sé að hefjast handa við stækkun til að mæta  biðlistum.

Upplifun fyrir alla

Meðal þess sem í boði er á meðan styrktarsöfnunin stendur yfir eru kvikmyndasýning í Háskólabíói, fjölskyldubingó á Háskólatorgi, fjöltefli í Smáralind o.fl. en hægt er að sjá yfirlit yfir alla viðburði á Facebook-síðu söfnunarinnar.

Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í styrktarnúmerin:

901 5001 (1000 krónur)

901 5002 (2000 krónur)

901 5005 (5000 krónur)

Hægt er að fylgjast með söfnuninni og viðburðunum á áðurnefndri Facebook-síðu og á myllumerkinu #upplifunfyriralla á öðrum samfélagsmiðlum.

Viðburðir á vegum söfnunarátaksins:

10. febrúar kl. 20-22 – Bjórbingó í Stúdentakjallaranum. Stórglæsilegir vinningar í boði.

11. febrúar kl. 18.00 – Bíósýning. Sýnd verður ný mynd, Concussion í sal 1 í Háskólabíói. Miðaverð 1500 kr. – Miðasala hefst miðvikudaginn 10. febrúar. 

12. febrúar frá kl. 11.30-13.00 – Dominos-pizzaveisla í Gimli. Allur ágóði rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.

13. febrúar milli kl. 14-17 – Fjöltefli í Smáralind. Þar geta gestir Smáralindar, fulltrúar fyrirtækja og aðrir skákáhugamenn komið og teflt við stórmeistarana Helga Ólafsson og Hjörvar Stein. Kynnir og skemmtiatriði verða á staðnum og tekið er við frjálsum framlögum. 

13. febrúar kl. 13-15 - Fjölskyldubingó fer fram á Háskólatorgi. Allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir. Vinningar eru einstaklega glæsilegir.

17. febrúar – Förðunarkvöld kl. 20-22 í sal við Kringlukránna. Erna Hrund og Gyða Dröfn ásamt fleirum og verða með kennslu, boðið upp á veitingar og gjöf fyrir þá sem koma.

20.febrúar – Styrktarspinning og styrktar-tabata í World Class Laugum. Spinning hefst kl. 12.00 og tabata kl. 12.45. Plötusnúðar á staðnum og happdrætti með veglegum vinningum, m.a. frá Nike-versluninni, Baðstofu World Class, Hámarki og fleiri líkamsræktarbúðum. Poweraid í boði Vífilsfells fyrir alla. Joe&the juice munu svo gefa 50% af öllum seldu í Laugum til málefnisins. Allir velkomnir, ekki er þörf á því að vera korthafi World Class. Tekið á móti frjálsum framlögum.

20. febrúar – Ævintýragarðurinn opinn fyrir börn og fjölskyldur þeirra frá kl. 14 -18. Skemmtilegar fjölskylduuppákomur. 

""
""