Skip to main content
8. september 2015

Málstofa um vesturíslenskt mál og menningu

Efnt verður til málstofu um vesturíslenskt mál og menningu á haustmisseri sem opin er almenningi. Fyrirlestrar verða í stofu 303 í Árnagarði á fimmtudögum milli kl. 10:00 og 12:30. Ætlunin er að fjalla um þróun íslensku og íslenskrar menningar í Vesturheimi og samspil máls og menningar þar allt frá upphafi vesturferða til dagsins í dag.

Dagskrá haustmisseris:

3. september: Upphaf vesturferða og menningarþróun vestra

  • Birna Arnbjörnsdóttir: Gögn og fyrri rannsóknir og rannsóknarhefðir
  • Guðmundur Hálfdanarson:    Bakgrunnur vesturferða: Ísland á 19. öld
  • Kristján Árnason: Eru mállýskur á Íslandi?

10. september: Saga vesturferða

  • Helgi Skúli Kjartansson: Var okkar fólk eithvað spes? Nokkur sérkenni Íslendinga sem vesturfara og Vesturheimsbúa
  • Ólafur Arnar Sveinsson: Íslendingar í Ameríku: Sjálfsmyndasköpun hóps
  • Vilhelm Vilhelmsson: Deilur Vestur-Íslendinga um stjórnmál, menningu og aðlögun að nýju samfélagi

17. september: Vesturíslensk menning verður til

  • Daisy Neijmann: Mál og menningarleg sjálfsmynd
  • Gísli Sigurðsson: Mál og menning í frásögnum

24. september: Íslensk skáld í Vesturheimi 

  • Bergljót S. Kristjánsdóttir: Jóhann Magnús Bjarnason og íslenska leynilögreglusaganViðar Hreinsson:                    Stephan G. Stephansson

1. október: Vesturíslenskar bókmenntir

  • Dagný Kristjánsdóttir: Vesturíslenskar barnabókmenntir og Jóhann Magnús Bjarnason
  • Birna Bjarnadóttir: Leikrit Guttorms J. Guttormssonar
  • Úlfar Bragason: Bréf sem heimildir um vesturfara og vesturferðir

22. október: Að flytja mál milli landa og geyma það þar

  • Ásta Svavarsdóttir: Íslenska á 19. öld – Málið sem var flutt vestur
  • Birna Arnbjörnsdóttir: Íslenska sem erfðarmál í Vesturheimi. Tvítyngi og læsi

29. október: Íslenskt málafbrigði verður til og þróast

  • Höskuldur Þráinsson: „Pönnukökur á Esjunni“. Rannsóknir á framburði Vestur-Íslendinga og helstu einkenni hans

5. nóvember: Íslensk og vesturíslensk orð

  • Höskuldur Þráinsson: Gamlar og nýjar athuganir á vesturíslenskum orðum og orðmyndum: Einn neli og fleiri
  • Matthew Whelpton: Litir, ílát og líkamshlutar       

12. nóvember: Íslensk og vesturíslensk setningagerð

  •  Jóhannes Gísli Jónsson: Fallstjórn í vesturíslensku
  • Höskuldur Þráinsson: Gamlar og nýjar athuganir á vesturíslenskri setningagerð: „Drengurinn er að sofa og froskurinn kemur úr krukkuna“

3.12.      Ráðstefna um vesturíslenskt mál og menningu

Boðsfyrirlesarar:      

  • Angela Falk, Uppsalaháskóla
  • Karoline Kühl, Kaupmannahafnarháskóla

Nemendur og kennarar segja frá eigin rannsóknum. Ráðstefnan er opin öllum. Gert er ráð fyrir að fyrir hádegi verði einkum fjallað um menningu, bókmenntir og sögu Vestur-Íslendinga en eftir hádegi um íslensku sem erfðarmál í Vesturheimi.

Fræðimenn frá Hugvísindasviði við leiði Káins í efnissöfnunarferð í Norður Dakóta
Fræðimenn frá Hugvísindasviði við leiði Káins í efnissöfnunarferð í Norður Dakóta