Skip to main content
16. apríl 2015

Málfundur um jafnréttislög og ráðningar

Á dögunum var haldin opin málfundur á vegum Viðskiptafræðideildar. Þá flutti Páll Rúnar M. Kristjánsson erindi um álitamál við ráðningar en Svala Guðmundsdóttir, lektor í mannauðsstjórnun við Viðskiptafræðideild, var fundarstjóri.

Páll Rúnar byrjaði á að segja að allir geta ráðið þann sem þeir viljaa en hjá opinberum fyrirtækjum gilda ákveðnar reglur sem þarf að fylgja og þá þarf að rökstyðja hvernig ráðið var í stöðu.

Hann ræddi þá staðreynd að jafnréttislög væru í mörgum tilvikum túlkuð með afar afdráttarlausum hætti af kærunefnd jafnréttismála og þeirri túlkun væru lögmenn ekki endilega sammála. Ástæðan væri sú að kærunefndin hefði tilhneigingu til að reiða sig á hlutlæga mælikvarða en hunsa huglæga mælikvarða.

Hann tók dæmi um nýleg mál sem farið hafa fyrir kærunefndina þar sem hann taldi jafnréttislög vinna gegn sjálfum sér með þessum hætti. Það hafi gerst að í slíku máli hafi aðili af því kyni sem færri voru af fyrir verið sviptur stöðu vegna þess að kærunefndin tók eingöngu tillit til hlutlægra mælikvarða eins og aldurs, starfsreynslu og menntunar.

Vandinn sem fælist í þessu væri sá að þessir hlutlægu mælikvarðar væru ekki endilega mælikvarðarnir sem upphaflega voru lagðir voru til grundvallar þegar staðan var auglýst. Það sé ekki alltaf þannig að verið sé að leita að þeim sem er með flestar háskólagráðurnar og lengstu starfsreynsluna heldur vegi önnur atriði álíka mikið í mörgum tilvikum.

Það er óhætt að segja að velt hafi verið upp ýmsum álitamálum enda voru umræður líflegar á fundinum.

Páll Rúnar M. Kristjánsson og Svala Guðmundsdóttir
Páll Rúnar
Páll Rúnar M. Kristjánsson og Svala Guðmundsdóttir
Páll Rúnar