Skip to main content
13. desember 2016

Lokaráðstefna Norrænu Velferðarvaktarinnar

""

Lokaráðstefna verkefnisins Norræna velferðarvaktin var haldin á Hilton Hotel Reykjavík 10. nóvember síðastliðin og var afar vel sótt af bæði innlendum og erlendum þátttakendum.

Á ráðstefnunni var afrakstur verkefnanna kynntur. Niðurstöður á rannsóknum um hvernig norræn velferðarkerfi eru undirbúin undir hvers konar vá, með áherslu á hlutverk félagsþjónustu, voru kynntar. Jafnframt var farið yfir viðamiklar rannsóknir á afleiðingum fjármálakreppa á Norðurlöndunum auk samanburðar við valin Evrópulönd sem glímt hafa við efnahagskreppur.

Á ráðstefnunni voru einnig kynntir nýir norrænir velferðarvísar sem eiga að auðvelda stjórnvöldum yfirsýn yfir samfélagsþróunina á hverjum tíma.

Lena Dominelli, prófessor við Durham University og vel þekktur sérfræðingur á sviði félagsráðgjafar, hélt fyrirlestur sem bar heitið „Making Invisible Gender Relations Visible: The welfare state in promoting environmental and social justice in (hu)man-made and natural disasters“.

Guðný Björk Eydal, prófessor í Félagsráðgjafardeild, kynnti niðurstöður verkefnisins „Velferð og vá“, en hún hefur leitt hóp 40 rannsakenda og sérfræðinga á Norðurlöndum sem hafa m.a. rannsakað hlutverk félagsþjónustu á tímum vár.

Siv Friðleifsdóttir, formaður Íslensku velferðarvaktarinnar, kynnti tvær tillögur sem eru hluti af afrakstri verkefnisins, The Nordic Welfare Indicators og A Nordic Welfare Forum.


Ráðstefnan var vel sótt en hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrum og umræðum ásamt glærum á heimasíðu verkefnisins.

Lena Dominelli
Guðný Björk Eydal
Lena Dominelli og aðrir gestir
Lena Dominelli
Guðný Björk Eydal
Lena Dominelli og aðrir gestir