Skip to main content
22. janúar 2016

Líf og fjör í Eirbergi

""

„Á krossgötum“, kynningardagur nemenda á lokaári BS-náms í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fór fram sjöunda sinn í Eirbergi í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Eirberg til þess að kynna sér fjölbreyttan starfsvettvang hjúkrunarfræðinga.

Þar kenndi ýmissa grasa og gátu gestir og gangandi m.a. kynnt sér hjúkrun í tengslum við heimafæðingar, vökudeild og nýburagjörgæslu, aðstoð við flóttafólk, verkjateymi Landspítala - háskólasjúkrahúss, Frú Ragnheiði - skaðaminnkunnarverkefni Rauða krossins, lífsstílsmóttöku og hjúkrunarnemafélagið Hlíf. Það voru því bæði nýstárlegar og hefðbundnari hliðar starfs hjúkrunarfræðinga sem nemendurnir völdu að kynna fyrir gestum.

Kynningardagurinn er liður í námskeiðinu Hjúkrun sem starfs- og fræðigrein en tilgangur þess er að auka innsýn og skilning nemenda á þáttum sem hafa áhrif á störf og starfsþróun hjúkrunarfræðinga.

Að venju stóðu nemendur fyrir kaffisölu en að þessu sinni rann allur ágóðinn til styrktar félagsmiðstöð aldraðra í Hæðagarði. 

Hér má skoða myndir frá viðburðinum. 

""
""