Skip to main content
15. apríl 2015

Laun stundakennara við Háskóla Íslands hækka

Á vegum Háskóla Íslands hefur um nokkurt skeið starfað nefnd um málefni stundakennara með það að markmiði að undirbúa úrbætur í kjara- og réttindamálum stundakennara. Nefndin hefur haft samráð við ýmsa aðila, þar á meðal Hagstund, hagsmunafélag stundakennara. 

Í samræmi við tillögur nefndarinnar samþykkti háskólaráð þann 10. apríl sl. að laun stundakennara verði hækkuð með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða taxtahækkun í samræmi við prófgráðu kennara. Hins vegar fá stundakennarar álagsgreiðslu fyrir kennslu sem felur í sér aukna ábyrgð á námskeiði.

Hækkun taxta í prósentum eftir prófgráðu sem stundakennarar hafa lokið er sem hér segir:

Álagsgreiðsla vegna aukinnar ábyrgðar á námskeiði nemur 10% hækkun á launataxta stundakennara, til viðbótar við framangreinda hækkun vegna prófgráðu.

Breytingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2015. Nefnd um málefni stundakennara skilar endanlegum tillögum um réttindamál stundakennara til háskólaráðs á næstunni. Þá er í undirbúningi könnun á starfsumhverfi stundakennara en hliðstæð könnun var síðast lögð fyrir starfsfólk Háskóla Íslands í lok árs 2014. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að leggja grunn að frekari aðgerðum í þágu stundakennara við Háskóla Íslands.