Skip to main content
6. júlí 2016

Landsliðin í raungreinum á leið á Ólympíumót

Ólympíulandsliðin í þremur greinum raunvísinda hafa síðustu vikur búið sig undir þátttöku í Ólympíumótum með stífum æfingum í Háskóla Íslands. Þau heimsóttu skrifstofu rektors á dögunum.

Um er að ræða landsliðin í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði en liðin eru skipuð nemendum úr framhaldsskólum sem urðu í efstu sætum í landskeppnum í greinunum þremur sem fram fóru síðastliðinn vetur. 

Landsliðið í stærðfræði skipa þau Atli Fannar Franklín, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Elvar Wang Atlason, Guðjón Helgi Auðunsson, Hannes Kristinn Árnason og Martha Guðrún Bjarnadóttir. Þau æfðu af kappi allan júnímánuð í Tæknigarði og Öskju undir leiðsögn bæði háskólakennara og -nema en í síðarnefnda hópnum voru allmargir fyrrverandi keppendur á Ólympíumótinu í stærðfræði. Hópurinn hélt svo til Danmerkur til framhaldsþjálfunar en er nú kominn til Hong Kong þar sem Ólympíumótið í stærðfræði fer fram dagana 6.-16. júlí. Dómnefndarfulltrúi Íslands á mótinu er Marteinn Harðarson og fararstjóri er Jóhanna Eggertsdóttir. 

Ólympíuliðið í efnafræði tekur þátt í tveimur mótum að þessu sinni, Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin er í Kaupmannahöfn 4.-9. júlí 2016 og Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Tbilisi í Georgíu dagana 23. júlí-1. ágúst. Ólympíuliðið hefur nýtt sér aðstöðu í Háskóla Íslands til æfinga og undirbúnings en það er skipað þeim Arnari Jóhannssyni, Þorsteini Hálfdanarsyni, Kingu Soffíu Demény og Tómasi Arnari Guðmundssyni. Liðsstjóri er Katrín Lilja Sigurðardóttir, aðjunkt í efnafræði við Háskóla Íslands, en Már Björgvinsson, Andri Guðmundsson, Bjartur Máni Sigurðarson og Magnús Hlynur Haraldsson komu að þjálfun liðsins.

Ólympíuliðið í eðlisfræði hefur m.a. haft bækistöðvar sínar í stofu 112 í VR I þar sem stífar æfingar hafa staðið yfir en liðið hefur einnig nýtt aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík. Liðið skipa þau Hjalti Þór Ísleifsson, Erla Sigríður Sigurðardóttir, Valtýr Kári Daníelsson, Ísak Valsson og Matthías Baldursson Harksen en þess má geta að sá síðastnefndi tók á dögunum við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands og hyggur á nám í stærðfræði og eðlisfræði í skólanum í haust. Liðið mun taka þátt í Ólympíumótinu í eðlisfræði í Zürich í Sviss dagana 11.-17. júlí. Þau Ingibjörg Haraldsdóttir og Pétur Rafn Bryde fara með liðinu til Sviss en Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, og Viðar Ágútsson hafa einnig komið að þjálfun liðsins. 

Háskóli Íslands óskar keppendunum öllum góðs gengis á Ólympíumótunum.

Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir, Guðjón Helgi Auðunsson, Hannes Kristinn Árnason, Elvar Wang Atlason, Atli Fannar Franklín, Sigurður Freyr Hafstein leiðbeinandi og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, Kinga Soffía Demény, Már Björgvinsson, einn leiðbeinenda liðsins, Þorsteinn Hálfdanarson, Arnór Jóhannsson, Tómas Arnar Guðmundsson og Sæunn Stefánsdóttir.
Jón Atli Benediktsson, Hjalti Þór Ísleifsson, Sæunn Stefánsdóttir, Viðar Ágústsson, einn þjálfara liðsins, Matthías Baldursson Harksen, Ari Ólafsson, einn leiðbeinenda, Valtýr Kári Daníelsson, Pétur Rafn Bryde, einn leiðbeinenda, Ísak Valsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, leiðbeinandi og fararstjóri, og Erla Sigríður Sigurðardóttir.
Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir, Guðjón Helgi Auðunsson, Hannes Kristinn Árnason, Elvar Wang Atlason, Atli Fannar Franklín, Sigurður Freyr Hafstein leiðbeinandi og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, Kinga Soffía Demény, Már Björgvinsson, einn leiðbeinenda liðsins, Þorsteinn Hálfdanarson, Arnór Jóhannsson, Tómas Arnar Guðmundsson og Sæunn Stefánsdóttir.
Jón Atli Benediktsson, Hjalti Þór Ísleifsson, Sæunn Stefánsdóttir, Viðar Ágústsson, einn þjálfara liðsins, Matthías Baldursson Harksen, Ari Ólafsson, einn leiðbeinenda, Valtýr Kári Daníelsson, Pétur Rafn Bryde, einn leiðbeinenda, Ísak Valsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, leiðbeinandi og fararstjóri, og Erla Sigríður Sigurðardóttir.