Skip to main content
16. júní 2016

Laganemar taka þátt í Norrænu málflutningskeppninni

""

Lið laganema við Háskóla Íslands, Club Lögberg, tók þátt í Norrænu málflutningskeppninni á sviði mannréttinda sem fór fram í Helsinki 9.-12. júní. Þetta er 30. árið í röð sem lið frá Háskóla Íslands tekur þátt í keppninni. Í liði Club Lögberg eru Áslaug Björk Ingólfsdóttir, Iðunn Garðarsdóttir, Jenný Harðardóttir, Linda Ramdani, Sigurður Helgason og Sindri Rafn Kamban.

Dómarar í keppninni eru dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu og hæstaréttardómarar frá Norðurlöndunum. Keppnin fer fram á sænsku, dönsku og norsku.

Club Lögberg gerði jafntefli við Club Södermark frá Stokkhólmi í málflutningskeppninni en laut í lægra haldi fyrir Club Munch Andersen frá Århus, sem komst í undanúrslit. Club Lögberg komst því ekki í undanúrslit í ár en liðið er þó ánægt með frammistöðuna.

 

Í liði Club Lögberg eru: Iðunn Garðarsdóttir, Jenný Harðardóttir, Sindri Rafn Kamban, Áslaug Björk Ingólfsdóttir, Linda Ramdani og Sigurður Helgason
Í liði Club Lögberg eru: Iðunn Garðarsdóttir, Jenný Harðardóttir, Sindri Rafn Kamban, Áslaug Björk Ingólfsdóttir, Linda Ramdani og Sigurður Helgason