Skip to main content
21. maí 2015

Læknanemar kynntu verkefni á rannsóknarráðstefnu

Árleg rannsóknarráðstefna þriðja árs læknanema Háskóla Íslands var haldin í Hringsal Landspítalans dagana 4.-6. maí síðastliðinn. Alls kynntu 44 nemendur verkefni sín til BS-prófs í læknisfræði í tólf málstofum.

Þrjár viðurkenningar voru veittar fyrir bestu rannsóknarverkefnin að mati nefndar um rannsóknarnám læknanema (NURL). Eftirfarandi verkefni og nemendur hlutu viðurkenningu:

Ellen Dagmar Björnsdóttir fyrir verkefnið „Tengsl BMP/ALK1/Smad1 boðleiðirnar og EGFL7/miR-126 í æðamyndun“. Leiðbeinandi var Guðrún Valdimarsdóttir, lektor við Læknadeild. 

Hannes Halldórsson fyrir verkefnið „Árangur aðgerða á lungnakrabbameini á Íslandi 1991-2014“. Leiðbeinandi var Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild.

Ylfa Rún Sigurðardóttir fyrir verkefnið „Starfsemi æðaþels og áhættumat kransæðasjúkdóma“. Leiðbeinandi var Karl Andersen, prófessor við Læknadeild.

Í nefnd um rannsóknarnám læknanema (NURL) sitja Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild, Bjarni Agnarsson, prófessor við Læknadeild, Helga Erlendsdóttir, aðjúnkt við Læknadeild, Hrefna Guðmundsdóttir, dósent við Læknadeild, Sigurður Ingvarsson, prófessor við Læknadeild, Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir á Landspítala og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, dósent við Læknadeild. Læknanemar höfðu tækifæri til að gefa álit sitt á verkefnum sem höfð voru til hliðsjónar við mat nefndarinnar.

Hér er dagskrá rannsóknarráðstefnunnar.

Fengu viðurkenningar fyrir vel unnin lokaverkefni til BS-prófs í læknisfræði. Frá vinstri: Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, Ellen Dagmar Björnsdóttir, Ylfa Rún Sigurðardóttir, Hannes Halldórsson, og Hrefna Guðmundsdóttir, dósent við Læknadeild.
Fengu viðurkenningar fyrir vel unnin lokaverkefni til BS-prófs í læknisfræði. Frá vinstri: Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, Ellen Dagmar Björnsdóttir, Ylfa Rún Sigurðardóttir, Hannes Halldórsson, og Hrefna Guðmundsdóttir, dósent við Læknadeild.