Skip to main content
27. maí 2015

Kynntu verkefni til diplómaprófs í lífeindafræði

Árlegur diplómadagur nemenda í lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands var haldinn í Stapa þann 20. maí síðastliðinn. Nemendur héldu stutta fyrirlestra um verkefni sín ásamt því að sitja fyrir svörum. Viðfangsefnin voru af ýmsum toga en höfundar og verkefni þeirra eru:  

Avijaja Tryggvadóttir. Verkefni hennar ber heitið „Heppileg upphafsþynning sjúklingasýna í ANA-kjarnamótefnaskimprófi á HEp-2000 frumum“. Leiðbeinendur voru Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor við Læknadeild, og Anna Guðrún Viðarsdóttir, yfirlífeindafræðingur á ónæmisfræðideild Landspítalans. 

Eva Mjöll Arnardóttir. Verkefni hennar ber heitið „ICD ísetningar á Íslandi á árunum 2006-2010“. Leiðbeinendur voru Hjörtur Oddsson sérfræðilæknir í hjartasjúkdómum á Landspítalanum, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, yfirlífeindafræðingur á Hjartarannsóknastofu Landspítalans.

Helga Sigrún Gunnarsdóttir. Verkefni hennar ber heitið „Mótefnalitanir í nýrnakrabbameini“. Leiðbeinendur voru Sverrir Harðarson og Vigdís Pétursdóttir, meinafræðingar á meinafræðideild Landspítalans, og Sigurrós Jónasdóttir, aðjúnkt við Læknadeild.

Katrín Rún Jóhannsdóttir. Verkefni hennar ber heitið „Áhrif týmols á bakteríur úr miðeyrnasýkingum“. Leiðbeinendur voru Karl G. Kristinsson, prófessor við Læknadeild, Martha Á. Hjálmarsdóttir, lektor við Læknadeild, og Gunnsteinn Haraldsson, fræðimaður við Læknadeild.

Ragnheiður Guðjónsdóttir. Verkefni hennar beitið „Tengsl Aurora A kjarnalitunar við BRCA2 og meinafræðilega þætti brjóstakrabbameina“. Leiðbeinendur voru Sigríður Klara Böðvarsdóttir, rekstrarstjóri Lífvísindaseturs, og Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor við Læknadeild.

Snædís Vala Kristleifsdóttir. Verkefni hennar ber heitið „The effect of red blood cell storage on in vitro erythrophagocytosis“. Leiðbeinandi var Ólafur E. Sigurjónsson, sérfræðingur hjá Blóðbankanum og dósent við Háskólann í Reykjavík.

Diplómanámið er 60 eininga viðbótarnám eftir BS-próf í lífeindafræði og veitir námið starfsréttindi sem lífeindafræðingur.  

Við óskum hinum nýju lífeindafræðingum góðs gengis í framtíðinni og þökkum samstarfið undanfarin fjögur ár

Lífeindafræðingar framtíðarinnar. Frá vinstri: Katrín Rún Jóhannsdóttir, Snædís Vala Kristleifsdóttir, Avijaja Tryggvadóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Helga Sigrún Gunnarsdóttir, Eva Mjöll Arnardóttir, Camilla Kalvik og Martha Á. Hjálmarsdóttir,  formaður námsbrautar í lífeindafræði við Læknadeild.
Lífeindafræðingar framtíðarinnar. Frá vinstri: Katrín Rún Jóhannsdóttir, Snædís Vala Kristleifsdóttir, Avijaja Tryggvadóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Helga Sigrún Gunnarsdóttir, Eva Mjöll Arnardóttir, Camilla Kalvik og Martha Á. Hjálmarsdóttir,  formaður námsbrautar í lífeindafræði við Læknadeild.