Skip to main content
15. janúar 2015

Kynningar á skiptinámi og starfsnámi

Nú er umsóknartímabil um skiptinám innan Evrópu senn að hefjast og er nemendum bent á kynningar sem fram fara í janúar og febrúar.

Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur sett saman kynningardagskrá á skiptinámi og starfsnámi á vegum Erasmus+ og Nordplus sem við hvetjum nemendur til að sækja. Um er að ræða almennar kynningar á skiptinámi og starfsnámi sem eru ekki bundnar við ákveðin fræðasvið.

Dagskráin er eftirfarandi:

19. janúar í stofu HT-105 kl. 12:10-13:10
29. janúar í stofu HT-102 kl. 14:00-15:00
6. febrúar í stofu L-101 kl. 12:10-13:10
20. febrúar í stofu HT-104 kl. 15:00-16:00
23. febrúar í stofu  HT-103 kl. 15:00-16:00

Dagskráin verður einnig aðgengileg hér: Kynningar á skiptinámi

Nýtt umsóknarform vegna skipta á vegum Erasmus+ skólaárið 2015-2016 verður birt á síðu skrifstofu alþjóðasamskipta á allra næstu dögum og fá nemendur tilkynningu þegar opnað er fyrir umsóknir.

Sú nýbreytni að nemendur skili inn umsóknum á Þjónustuborðið á Háskólatorgi á einnig við um umsóknir um skipti- og starfsnám innan Evrópu.

Bæklingur um skiptinám

Kynningar á skiptinámi og starfsnámi fara fram í janúar og febrúar