Skip to main content
1. október 2015

Kynna tæplega 200 rannsóknir á Menntakviku

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, „Menntakvika, rannsóknir, nýbreytni og þróun“ verður haldin föstudaginn 2. október 2015 kl. 9:00-17:00, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ráðstefnan er haldin þetta árið undir yfirskriftinni „Efst á baugi fyrr og nú: Hvað hefur áorkast í menntavísindum á þeirri öld sem liðin er frá því konur hlutu kosningarétt á Íslandi?“

Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynna og kynnast nýbreytni í rannsókna- og þróunarstarfi sem unnið er á vettvangi  og innan háskólaumhverfisins.

Tæplega 200 erindi verða flutt á ráðstefnunni um fjölbreytt efni í 54 málstofum og þar verða kynntar spánnýjar rannsóknarniðurstöður sem snúa að skólastarfi á breiðum grunni. 

Ráðstefnan er endurgjaldslaus og öllum opin.

Yfirlit yfir veglega dagskrá ráðstefnunnar má sjá á heimasíðu hennar, menntakvika.hi.is

skólatöskur
skólatöskur