Skip to main content

Kynna ótal möguleika í framhaldsnámi

3. apr 2017

Sérfræðingar deilda og fræðasviða Háskóla Íslands veita svör um möguleika í framhaldsnámi við Háskóla Íslands á Litla-Torgi á morgun, þriðjudaginn 4. apríl milli kl. 16 og 17.30. Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hyggja á framhaldsnám í skólanum.

Alls eru um 250 námsleiðir í framhaldsnámi í boði við Háskóla Íslands en forkröfur í hverja námsleið eru ólíkar. Getur nemandi með BA-gráðu í mannfræði farið í talmeinafræði? Getur nemandi með BS-gráðu í hjúkrunarfræði farið í framhaldsnám í guðfræði? Getur nemandi með BS-gráðu í tölvunarfræði farið í framhaldsnám í leikskólakennarafræði? Hverjar eru forkröfurnar fyrir hverja og eina námsleið í framhaldsnámi við Háskóla Íslands? Fulltrúar Háskólans svara öllum slíkum spurningum á kynningunni.

Náms - og starfsráðgjafar Háskólans verða einnig á staðnum og veita ráðgjöf og fulltrúar frá Nemendaskrá aðstoða við innritun og skrásetningu. Þá munu sérfræðingar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynna ótrúlega fjölbreytta möguleika á skiptinámi og starfsþjálfun en þess má geta að Háskóli Íslands á í samstarfi við yfir 500 háskóla um allan heim. 

Umsóknarfrestur um framhaldsnám við Háskóla Íslands er til 15. apríl en sótt er um námið á heimasíðu skólans

Frá framhaldsnámskynningu á Háskólatorgi.