Skip to main content
6. maí 2015

Könnun um viðhorf til vefs Háskóla Íslands

Hafin er vinna við endurnýjun á ytri vef Háskóla Íslands, www.hi.is, og af því tilefni leitum við til fólks um þátttöku í könnun um viðhorf og notkun á núverandi vef og væntingum til nýs vefs. Álit þeirra sem nota vefinn er okkur afar mikilvægt og við værum mjög þakklát ef notendur ytri vefsins gætu gefið sér tíma í að svara könnuninni. Það tekur einungis um 2-5 mínútur.

Allir sem taka þátt í könnuninni (og gefa upp netfang sitt í lok hennar) lenda í potti þar sem möguleiki er á að vinna máltíð fyrir tvo í Stúdentakjallaranum. Svara þarf könnuninni fyrir 12. maí 2015. 

Smelltu hér til að taka þátt í könnuninni

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri varðandi könnunina þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á efni@hi.is

Stýrihópur um endurskoðun ytri vefs Háskóla Íslands