Skip to main content
23. febrúar 2015

Kandídat með ágætiseinkunn frá Viðskiptafræðideild

Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Alls brautskráðust 43 kandídatar frá Viðskiptafræðideild, þar af 20 úr grunnnámi og 23 úr meistaranámi.

Einn kandídat brautskráðist með ágætiseinkunn frá Viðskiptafræðideild. Það var Friðrik Björnsson sem brautskráðist með MS í viðskiptafræði með einkunnina 9,13.

Lokaverkefni hans var ritað á ensku og ber heitið „Consumer segmentation: Reduction of Market Risk in the Development of Functional Food Products“, sem er á íslensku „Markaðshlutun - minnkun markaðsáhættu í þróun auðgaðra matvæla“.

Kennarar og starfsfólk Viðskiptafræðideildar óskar öllum kandídötum til hamingju með áfangann og sérstakar hamingjuóskir fær Friðrik fyrir frábæran árangur.

Friðrik Björnsson og Runólfur Smári Steinþórsson.
Friðrik Björnsson og Runólfur Smári Steinþórsson.