Skip to main content
27. júní 2016

Japanskir sérfræðingar í fiskveiðum í heimsókn

""

Á dögunum tók Hagfræðideild á móti tveimur japönskum sérfræðingum í fiskveiðum, þeim Dr. Masayuki Komatsu og Dr. Shingo Hamada.  

Dr. Komatsu hefur komið áður til Íslands og hélt þá fyrirlestur í boði Hagfræðideildar þar sem hann ræddi um stjórnun fiskveiða í Japan. Dr. Komatsu er með doktorsgráðu í landbúnaði og lífvísindum, en hefur frá árinu 1984 helgað sig sjávarútveginum og starfað á alþjóðavettvangi, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum. Nánari upplýsingar um hann eru á þessum hlekk: Dr. Komatsu.

Dr. Hamada starfar við rannsóknir hjá Research Institute for Humanity and Nature í Kyoto í Japan þar sem hann rannsakar m.a. fæðuval og sjálfbærni í litlum hagkerfum.

Ragnar Árnason, prófessor við Hagfræðideild, tók á móti þeim og kynnti þá fyrir kennurum sem sérhæfa sig í svipuðum efnum.

Ragnar Árnason, Shingo Hamada, Masayuki Hamada, Birgir Þór Runólfsson, Ásgeir Friðrik Heimisson
Ragnar Árnason, Shingo Hamada, Masayuki Hamada, Birgir Þór Runólfsson, Ásgeir Friðrik Heimisson